Eldar í iðrum - áhugi og starfsánægja


Rannsóknin eldar í iðrum beinir sjónum að þróun starfsferils ungs fólks og hófst árið 2006 meðal unglinga í grunn- og framhaldsskólum. Þessi langtímarannsókn sýnir að áhugi, persónuleiki og lífsmarkmið mótast á ungdómsárum, stýra stefnu starfsferils og hafa áhrif á ánægju og árangur í námi og starfi. Unga fólkinu hefur verið fylgt eftir og þau beðin um að taka þátt á fjögurra ára fresti. Þátttakan hefur verið mjög góð og þökkum við kærlega fyrir það. Við leitum nú til sama hóps sem er á fertugsaldri um áframhaldandi þátttöku. Fáar rannsóknir eru til á áhrifum og þróun starfsáhuga á fullorðinsárum þegar flestir hafa komið sér fyrir í starfi og stofnað fjölskyldur. Markmiðið nú er að skoða betur samspil, áhuga, persónuleika og lífsmarkmiða í mótun farsæls starfsferils og afleiðingar fyrir vellíðan í lífi og starfi. Niðurstöðurnar koma fólki á öllum aldri að gagni við að taka stjórn á eigin starfsferli.

Um rannsóknina

Náms- og starfsráðgjöf


Um er að ræða rannsókn innan náms- og starfsráðgjafar en hún beinist að því að aðstoða fólk á öllum aldri við að taka ákvörðanir um nám og störf. Betri skilningur á þróun áhuga á fullorðinsárum er mikilvægur fyrir náms- og starfsráðgjöf á síbreytilegum vinnumarkaði og í samfélögum þar sem stjórnvöld leggja áherslu á ævilangt nám og símenntun. Öllum þátttakendum stendur til boða ókeypis aðstoð við túlka niðurstöður og fá stuðning við þróun starfsferils í Háskóla Íslands eða á netinu hjá Hlín Rafnsdóttur náms- og starfsráðgjafa sem er einnig verkefnastjóri rannsóknarinnar. Til að panta tíma eða fá frekari upplýsingar sendið póst á hlr@hi.is

Hafðu samband


Sendu okkur skilaboð ef þú vilt vita meira um rannsóknina eða ef þú hefur athugasemdir.

Success! Skilaboðin hafa verið skráð. Við höfum samband eins fljótt og við getum.
Error! Það kom upp villa við að geyma skilaboðin. Vinsamlega reyndu aftur.