Bendill býður uppá áhugasviðskönnun og upplýsingar um nám og störf. Bendill kemur að góðum notum þegar velja þarf nám eða framtíðar starf.

Upplýsingaveita um námsbrautir framhaldsskólanna

Kæru notendur

Upplýsingaveita um námsbrautir í boði framhaldsskóla hefur verið opnuð. Námsbrautirnar hafa allar verið flokkaðar eftir áhugasviðunum sex.

Þrír sjálfstæðir matsmenn, sérfræðingar á sviði náms- og starfsráðgjafar sem þekkja vel kenningu Hollands voru fengnir til að meta hversu vel námsbrautirnar falla að áhugasviðunum sex (HVLFAS). Flokkunin var byggð á þeim upplýsingum sem til eru um námsbrautir á heimasíðum framhaldsskólanna.

Mikilvægt er að hafa í huga við notkun upplýsingakerfisins í ráðgjöf að bæði hafa verið miklar breytingar á námskrá framhaldsskólanna vegna nýrrar aðalnámskrár og upplýsingar á heimasíðum skólanna eru ekki samræmdar og mis ítarlegar. Þrátt fyrir þetta var samræmi milli matsmannanna þriggja nokkuð gott (áreiðanleiki = 0,64).

Við vonum að kerfið gagnist vel en vinsamlega sendið upplýsingar hér ef upp kemur vandi við notkun. Allar ábendingar um það sem betur má fara væru einnig vel þegnar.
Áhugakannanir

Mat á starfsáhuga

Mikilvægt er að taka mið af eigin áhugasviðum þegar ákvarðanir um nám og störf eru teknar. Bendill er samheiti fyrir þrjár kannanir sem meta starfsáhuga fólks á ólíkum aldri. Niðurstöður birtast myndrænt. Bendill ýtir undir sjálfsskilning og öflun upplýsinga um nám og störf.  Sérhönnuð upplýsingaveita hjálpar til við markvissa og skilvirka leit að námi og störfum. Bendil er aðeins hægt að nálgast með því að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa sem aðstoða við fyrirlögn, túlkun og næstu skref. 

Bendill - I metur sex almenn áhugasvið og miðast fyrst og fremst við þarfir grunnskólanema á lokaári á leið í áframhaldandi nám í framhaldsskóla eða til starfa.  

Bendill - II  metur sex almenn áhugasvið og brýtur starfsáhuga einnig niður í 28 sértækari undirsvið. Hann miðast helst við þarfir ungs fólks á aldrinum 16-25 ára bæði meðan á námi stendur og að því loknu.

Bendill - III metur sex almenn áhugasvið og einnig 27 sértæk undirsvið. Hann tekur mið af þörfum fullorðinna sem hafa hug á háskólanámi fyrst og fremst.


Bendill IV

metur sex almenn áhugasvið og einnig 35 sértæk undirsvið. Hann tekur mið af þörfum fullorðinna sem eru á vinnumarkaði.

Upplýsingar um nám og störf á Íslandi

Hér eru tenglar á allt háskólanám í boði á Íslandi, flokkað eftir sex megin áhugasviðum (HVLFAS) Hollands.

Háskólagreinar - á Íslandi

Hér eru tenglar á framhaldsskólanám sem er í boði á Íslandi, flokkað eftir sex megin áhugasviðum (HVLFAS) Hollands.

Námsbrautir framhaldsskóla

Námskeið


Hvaða nám og starf hentar þér? Er það á: handverkssviði? vísindasviði? listasviði? félagssviði? athafnasviði? skipulagssviði?

Bendill hjálpar þér að kanna málið og leita svara