Höfundar

Bendill er samstarfsverkefni Sifjar Einarsdóttur sem starfar sem dósent í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands, James Rounds sem starfar sem prófessor við University of Illinois, Champaign-Urbana og í upphafi við Manfred Lemke sem starfaði sem verkefnisstjóri á sviði upplýsingatækni við Kennaraháskóla Íslands. Árni Hermann Björgvinsson hugbúnaðarsérfræðingur tók við umsjón með upplýsingatæknilegum hluta Bendils árið 2007. Margir aðrir hafa einnig komið að gerð Bendils eins og greint er frá í handbók auk náms- og starfsráðgjafa og þátttakendum í rannsóknum.

Sif Einarsdóttir, verkefnisstjóri er höfundur hugmyndar að þessu verkefni og ábyrgðarmaður. Hún hefur sérmenntun á sviði náms- og starfsráðgjafar og lauk doktorsprófi á sviði ráðgjafarsálfræði árið 2001. Flestar rannsóknir Sifjar eru á sviði próffræða og starfsáhuga. Hún hefur bæði stundað grunnrannsóknir á próffræðilegum eiginleikum áhugakannana og rannsóknir sem beinast að þvermenningarlegu gildi slíkra kannana hérlendis. Hún er reyndur rannsakandi og hefur birt greinar á þessu sviði og öðrum í viðurkenndum fagtímaritum.

James Rounds, sérfræðingur er prófessor í ráðgjafarsálfræði (counseling psychology). Hann er einn fremsti fræðimaður á sviði náms- og starfsráðgjafar í Bandaríkjunum. Rannsóknir hans á formgerð starfsáhuga hafa vakið mikla athygli og hefur hann hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir þær. Hann hefur stundað rannsóknir á starfsáhuga og tengdum sviðum í hátt á þriðja áratug. Hann tók þátt í O*NET verkefni Bandarísku vinnumálastofnunarinnar. Þar sá hann um hönnun áhugakannana og upplýsingakerfis um störf fyrir kerfið sem notað verður að nokkru leyti sem fyrirmynd að þessu verkefni (sjá feril). Verkefni þetta gefur m.a. tækifæri til rannsókna á þvermenningarlegu gildi matstækja og áhrif félagslegra og menningarlegra þátta á þróun starfsáhuga. Þekking og reynsla James Rounds á sviði rannsóknarverkefnisins er ómetanleg fyrir þróun íslenskrar áhugakönnunar.

Árni Hermann Björgvinsson

Manfred Lemke, vefstjóri hefur mikla reynslu bæði á sviði upplýsingtækni og fræðslumála. Hann hefur gegnt lykilhlutverki í þróun kennslutækja á vefrænu formi, vefsíðna og matstækja ýmiskonar við KHÍ. Hann sá um þann hluta verkefnisins sem snýr að upplýsingatæknihlið áhugakönnunarinnar, hann hefur hannað það viðmót sem snýr að notendum og gera könnuna aðgengilega á netinu. Manfred hefur unnið að gerð kannanna ýmiskonar við KHÍ, og skyldum verkefnum og hefur hann mikla reynslu af forritun af þessu tagi og um leið góða þekkingu á þeim nemendum sem kerfið munu nota.