Um Bendil
Bendill er samstarfsverkefni Sifjar Einarsdóttur prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands, James Rounds sem starfar sem prófessor við University of Illinois, Champaign-Urbana og í upphafi við Manfred Lemke sem starfaði sem verkefnisstjóri á sviði upplýsingatækni við Kennaraháskóla Íslands. Árni Hermann Björgvinsson hugbúnaðarsérfræðingur hjá Artor ehf tók við umsjón með upplýsingatæknilegum hluta Bendils árið 2007. Margir aðrir hafa einnig komið að gerð Bendils eins og greint er frá í handbók auk náms- og starfsráðgjafa og þátttakendum í rannsóknum.
Styrktaraðilar
Gerð Bendils var í upphafi styrkt af markáætlun RANNÍS í upplýsingatækni og umhverfisfræðum, starfsmenntaráði félagsmálaráðuneytisins og í formi aðstöðu frá Kennaraháskóla Íslands, Háskóla Íslands og Háskólanum í Illinois-CU þar sem höfundar hafa starfað eða eru starfandi. Áframhaldandi rannsóknir hafa verið styrktar af rannsóknarsjóði Háskóla Íslands, RANNÍS og Fræðslusjóði FRÆ.
Persónverndarfulltrúar Bendils eru Gunnlaugur Garðarsson og Áslaug Gunnlaugsdóttir hjá LOCAL lögmenn.
|