Úthlutun aðgangsorða til ráðþega

Til að bæta við nýjum aðgangsorðum vinsamlega hafið samband á bendill@bendill.is

Úthlutun aðgangsorða til ráðþega er í gegnum tölvupóst. Á umsjónarsíðunni er valinn viðkomandi skóli eða stofnun og smellt á dálkinn aðgangskóðar. Þar má sjá upplýsingar um ónotaða kóða, úthlutaða kóða, notaða kóða og kóða sem byrjað er að nota. Ónotaðir kóðar eru þeir kóðar sem úthlutað er til ráðþega. Undir aðgerð er smellt á úthluta, þar ritað inn netfang ráðþega og smellt á senda. Viðkomandi nálgast svo aðgang að könnuninni í gegnum sinn tölvupóst þar sem hlekkur er á „Svara áhugakönnun“. Eftir að áhugakönnun er lokið birtist niðurstöðumynd sem einnig er send viðkomandi í tölvupósti. Þar getur ráðþegi alltaf skoðað niðurstöðu sína aftur.

Nú er einnig hægt að úthluta mörgum aðgangsorðum í einu. Neðst á síðunni aðgangskóðar má finna hlekk á úthluta mörgum kóðum. Það er gert með því að setja netföngin upp í Excel skjal og afrita þau í dálkinn. Síðan er smellt á „Líma netföng úr Excel“ og þar með mörgum aðgangsorðum úthlutað í einu.

Möguleiki er að prenta út ónótaða aðgangskóða undir ónotaðir kóðar og prenta lista. Þar birtist listi með vefslóð(um) sem veitir aðgang að könnuninni með því að slá hana inn í vafra.