Námsgreinar > Framhaldsskólanám
Hér eru tenglar á námsbrautir framhaldsskóla á Íslandi, flokkað eftir sex megin áhugasviðum (handverks-, vísinda-, lista-, félags-, athafna- og skipulagssvið) Hollands. Til að finna nám sem fellur að þínu áhugasviði er best að nota niðurstöður áhugakönnunar sem metur sex áhugasvið Hollands.
Til dæmis ef starfsáhugi þinn liggur á þremur sviðum FVA (félags-, vísinda- og athafnasvið) merktu hér að neðan 1 við það áhugasvið (F) sem lýsir þér best, 2 við það svið (V) sem lýsir þér næst best og 3 við það svið (A) sem lýsir þér þriðja best. Ef áhugi þinn liggur aðeins á einu sviði, t.d. S er nóg að merkja 1 við S. Ef áhugi þinn liggur á tveimur sviðum t.d. HV (handverks- og vísindasvið) merktu þá 1 við það svið (H) sem lýsir þér best og 2 við það svið (V) sem lýsir þér næst best. Ef þú vilt sjá allar flokkaðar námsbrautir með L sem fyrsta staf þá velur þú „allar“ undir Listasvið.