Réttindanámskeið

Réttindanámskeið um þróun og notkun Bendils er haldið árlega. Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað náms- og starfsráðgjöfum og öðru fagfólki sem hefur hug á að nota Bendil I-III í ráðgjöf. Kennari er Sif Einarsdóttir

Næsta Réttindanámskeið  verður haldið  í Reykjavík föstudaginn 25. september 2020 kl. 9 -12  á Radisson BLU Saga Hotel í sal sem heitir Esja.

Markmið námskeiðsins er tvíþætt. Í fyrsta lagi að þátttakendur þekki og skilji fræðilegar og hagnýtar forsendur Bendils, kenningalegan bakgrunn, uppbyggingu, þróun og próffræðilega gæði hans. Í öðru lagi að þátttakendur geti lagt Bendil I - IV fyrir og túlkað niðurstöður í hópum eða með einstaklingum á faglegan og siðlegan hátt sem kemur ráðþegum að sem mestu gagni.

Verðskrá:

Námskeið kr. 30.000
Handbók og önnur gögn kr. 7000

Skráning fer fram á forsíðu.

Gefa þarf upplýsingar um:
1. Nafn:
2. Vinnustað (ef við á):
3. Netfang:
4. Menntun (háskólagráðu):

Forkröfur og réttindi
Aðeins þeir sem eru með menntun á sviði náms- og starfsráðgjafar eða sambærilega menntun (sem tekur til ráðgjafar/meðferðar, starfsþróunar-kenninga og próf/matsfræða) geta sótt námskeiðið og notað Bendil eftir að námskeiði lýkur. Námskeiðið veitir rétt til að nota Bendil I-IV. Ef spurningar vakna um hvort menntun þín mæti forkröfum vinsamlega hafið samband á bendill@bendill.is

Námskeiðsgögn

  • Handbók: Sif Einarsdóttir og James Rounds (2013) Bendill, rafræn áhugakönnun: Þróun og notkun2. útg. Reykjavík: Námsmatsstofnun.
  • Glærur og leiðbeiningar um notkun
  • Aðgangur að Bendli IV fyrir þátttakanda í námskeiði (sent viku fyrir námskeiðsdag)

Námskeiðsgögn, önnur en niðurstöðublöð eigin úrlausna úr Bendli eru afhent á staðnum en þeir sem þegar eiga bókina þurfa að hafa hana með sér.

Skipulag námskeiðs:

a) Nemendur svara sjálfir Bendli-IV heima áður en námskeið hefst og koma með eigin niðurstöður með sér
b) Kenningalegur bakgrunnur, uppbygging og gæði Bendils

Kaffihlé—veitingar 

c) 
Notkun Bendils- fyrirlögn, túlkun og notkun upplýsingaveitu
d) Umræður og samantekt

Þátttakendur fá viðurkenningarskjal að námskeiði loknu.