Bendill býður uppá áhugasviðskönnun og upplýsingar um nám og störf. Bendill kemur að góðum notum þegar velja þarf nám eða framtíðar starf.
Persónuverndarstefna og ný aðgangsstýring notenda
Bendill hefur innleitt nýja persónuverndarstefnu sem við vekjum athygli á. Til samræmis við stefnuna hefur verið tekin upp ný aðgangsstýring að umsjónarsvæðum skóla og stofnanna sem nýtt hafa sér Bendil í náms- og starfsráðgjöf. Nú er notast við rafræn skilríki eða íslykil gegnum island.is.
Stjórnendur skóla og stofnana sem nú þegar eiga umsjónarsvæði hafa fengið sendan póst frá Bendli um hvernig virkja má nýja aðgangsstýringu til samræmis við persónuverndarstefnuna.
Rafræn skilríki hafa verið virkjuð sama hætti fyrir ráðþega. Ný aðgangsstýring tryggir öryggi og aðgang að niðurstöðum allra áhugakannanna á vegum Bendils sem ráðþegar hafa tekið á sínum náms- og starfsferli. Úthlutun aðgangsorða, fyrirlögn og birting úrlausna að könnun lokinni virkar með sama hætti og fyrr.
Áhugakannanir
Mat á starfsáhuga
Mikilvægt er að taka mið af eigin áhugasviðum þegar ákvarðanir um nám og störf eru teknar. Bendill er samheiti fyrir þrjár kannanir sem meta starfsáhuga fólks á ólíkum aldri. Niðurstöður birtast myndrænt. Bendill ýtir undir sjálfsskilning og öflun upplýsinga um nám og störf. Sérhönnuð upplýsingaveita hjálpar til við markvissa og skilvirka leit að námi og störfum. Bendil er aðeins hægt að nálgast með því að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa sem aðstoða við fyrirlögn, túlkun og næstu skref.
Bendill - I metur sex almenn áhugasvið og miðast fyrst og fremst við þarfir grunnskólanema á lokaári á leið í áframhaldandi nám í framhaldsskóla eða til starfa.
Bendill - II metur sex almenn áhugasvið og brýtur starfsáhuga einnig niður í 28 sértækari undirsvið. Hann miðast helst við þarfir ungs fólks á aldrinum 16-25 ára bæði meðan á námi stendur og að því loknu.
Bendill - III metur sex almenn áhugasvið og einnig 27 sértæk undirsvið. Hann tekur mið af þörfum fullorðinna sem hafa hug á háskólanámi fyrst og fremst.
metur sex almenn áhugasvið og einnig 35 sértæk undirsvið. Hann tekur mið af þörfum fullorðinna sem eru á vinnumarkaði.
Upplýsingar um nám og störf á Íslandi
Hér eru 278 starfslýsingar flokkaðar eftir sex megin áhugasviðum (HVLFAS) Hollands.
Hér eru tenglar á allt háskólanám í boði á Íslandi, flokkað eftir sex megin áhugasviðum (HVLFAS) Hollands.
Hér eru tenglar á framhaldsskólanám sem er í boði á Íslandi, flokkað eftir sex megin áhugasviðum (HVLFAS) Hollands.
Námskeið
Réttindanámskeið 19. sept 2024
Upplýsingar um forkröfur á námskeið er að finna hér https://bendill.is/article.aspx?id=22
Staðsetning: Netnámskeið - slóð verður send á þátttakendur
Umsjón: Sif Einarsdóttir
Verð: 37000 kr.