Persónuverndarstefna

Bendli er umhugað um persónuvernd og gegnir trúnaður og öryggi þeirra upplýsinga sem við meðhöndlum lykilhlutverki í starfsemi okkar. Við leggjum ríka áherslu á að öll okkar vinnsla á persónuupplýsingum byggist á lögmætum og sanngjörnum grundvelli.

Markmið þessara persónuverndarskilmála er að tryggja að meðferð Bendils á persónuupplýsingum sé í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs, sbr. m.a. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2016/679.

Persónuupplýsingar og meðferð þeirra

Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga eins og þau gilda á hverjum tíma, sem og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga. Taka lögin til vinnslu, varðveislu og aðra meðöndlun persónuupplýsinga.

Hvað eru persónuupplýsingar?

Hugtakið „Persónuupplýsingar“ tekur til hvers kyns upplýsinga sem tengja má með einhverjum hætti við ákveðinn einstakling, s.s. nafn, kennitala, notendanafn, símanúmer, tölvupóstfang, staðsetningargögn, ljósmynd o.s.frv.

Hvaða persónuupplýsingar meðhöndlar Bendill ?

Þjónusta Bendils krefst þess að við skráum, meðhöndlum og varðveitum vissar persónuupplýsingar sem einstaklingar hafa látið okkur í té við nýtingu náms- og starfsráðgjafarþjónustu Bendils.  Þær persónuupplýsingar sem við meðhöndlum eru einkum nöfn, kennitölur og netföng viðkomandi einstaklinga sem notfæra sér þjónustu okkar i  umsjónarkerfi Bendils.  

Tilgangur með skráningu og varðveislu persónuupplýsinga

Bendill meðhöndlar aðeins persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar í þeim tilgangi að veita einstaklingum náms- og starfsráðgjöf.  Við varðveitum aðeins persónuupplýsingar um þig eins lengi og nauðsyn krefur og í samræmi við framangreindan tilgang. Persónugreinanleg gögn eru almennt aðeins varðveitt á meðan viðkomandi skóli eða stofnun er í viðskiptum við Bendil. Við yfirförum reglulega hvort þörf sé á að halda áfram varðveislu persónuupplýsinga sem við höfum safnað.

Grundvöllur vinnslu persónuupplýsinga

Öll vinnsla Bendils á persónuupplýsingum fer fram á lögmætum grundvelli og byggir vinnslan á einni eða fleiri eftirfarandi heimildum:

-      Vinnsla nauðsynleg vegna framkvæmdar samnings

Bendill meðhöndlar persónuupplýsingar þínar til að geta veitt þér umbeðna náms- og starfsráðgjafarþjónustu samkvæmt samningi. Meðhöndlun okkar á viðkomandi persónuupplýsingum er nauðsynleg til að efna samninginn með veitingu umræddrar þjónustu. Við þurfum ávallt að afla tengiliðaupplýsinga og upplýsinga um kennitölu til að veita þjónustuna.

-      Vinnsla byggir á samþykki þínu

Bendill kann að meðhöndla persónuupplýsingar þínar á grundvelli samþykkis sem þú hefur veitt okkur fyrir vinnslunni í framangreindum tilgangi. Þú getur hvenær sem er afturkallað samþykki sem þú hefur veitt okkur fyrir vinnslu persónuupplýsinga, en það getur þó haft áhrif á möguleika okkar til að veita þér umbeðna þjónustu.

Deilir Bendill persónuupplýsingum þínum með öðrum?

Fullkominn trúnaður ríkir um persónuupplýsingar sem Bendill meðhöndlar og er starfsfólk Bendils bundið þagnarskyldu um efni og tilvist þeirra. Starfsfólk hefur ekki aðgang að niðurstöðum einstaklinga.

Bendill selur aldrei persónuupplýsingar til þriðja aðila. Bendill deilir hins vegar persónuupplýsingum þínum með eftirfarandi aðilum:

-        skólum og stofnunum þar sem þú skráir persónuupplýsingar þínar; og

-        vinnsluaðila sem veita Bendli þjónustu (s.s. Advania).

Öryggi og varðveisla persónuupplýsinga

Bendli er annt um tryggja öryggi og réttmæta notkun á persónuupplýsingum þínum sem við meðhöndlum í starfsemi okkar. Af þeim sökum höfum við innleitt viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir til að vernda persónuupplýsingar þínar frá glötun og óheimilum aðgangi þriðja aðila, afritun, notkun eða vinnslu í öðrum tilgangi hér hefur verið greint frá.

Meðal slíkra ráðstafana eru:

-        aðgangsstýring að tölvukerfum Bendils þar sem persónuupplýsingar eru meðhöndlaðar.

-        takmörkun á aðgangi umsjónarsvæða Bendils við stofnanir sem keypt hafa þjónustu Bendils og er aðgangur aðeins veittur með notkun Íslykils;

-        innri verklagsreglur um öryggisráðstafanir og viðbragðsferla komi til öryggisbresta  og um meðhöndlun og aðgengi starfsmanna að persónuupplýsingum;

-        fræðsla starfsmanna um reglur persónuverndarlaga um öryggi og réttmæta vinnslu persónuupplýsinga;

-        trúnaðarskylda starfsmanna Bendils um vitneskju sem þeir fá í störfum sínum, þ.m.t. um persónuupplýsingar, en trúnaðarskyldan hvílir áfram eftir starfslok; og

-        samningur við Advania, vinnsluaðila Bendils, sem kveður á um öryggiskröfur og réttmæta vinnslu persónuupplýsinga. Advania hefur jafnframt hlotið vottun skv. ISO27001, alþjóðlegum staðli um upplýsingaöryggi.

Bendill varðveitir persónuupplýsingar þínar ekki lengur en þörf krefur til að veita þér þjónustuna eða sem lög áskilja með hliðsjón af tilgangi vinnslunnar.

Hver er þinn réttur?

Samkvæmt lögum um persónuvernd nýtur þú ákveðinna réttinda í tengslum við varðveislu Bendils á persónuupplýsingum þínum, einkum:

-       rétt á aðgengi að og afhendingar á persónuupplýsingum um þig sem Bendill meðhöndlar;

-       rétt á að krefjast leiðréttingar á röngum eða ófullnægjandi persónuupplýsingum um þig;

-       rétt til þess að krefjast takmörkunar á vinnslu persónuupplýsinga um þig; og

-       rétt til þess að krefjast eyðingar persónupplýsinga um þig.

Þegar Bendill meðhöndlar eða varðveitir persónuupplýsingar um þig á grundvelli samþykkis sem þú hefur veitt okkur fyrir vinnslunni vegna þjónustu Bendils áttu rétt á að afturkalla samþykkið hvenær sem er. Það getur þó þýtt að Bendli er ókleift að veita þér þjónustuna og eins ef þú ferð fram á eyðingu upplýsinganna. Afturköllun samþykkis hefur ekki áhrif á lögmæti vinnslu sem átt hefur sér stað fram að afturkölluninni.

Bendill afgreiðir beiðni varðandi þínar persónuupplýsingar þínar eins fljótt og auðið er til að tryggja framfylgni réttinda þinna. Bendill mun veita þér upplýsingar um allar ákvarðanir og aðgerðir vegna beiðninnar innan 30 daga frá móttöku hennar. Óskir þú eftir afhendingu eða aðgengi að persónuupplýsingum þínum fer Bendill fram á framvísun skilríkja til að tryggja að upplýsingunum sé deilt með réttum eiganda þeirra.

Þú hefur ávallt rétt á að leggja fram kvörtun til Persónuverndar vegna meðferðar Bendils á persónuupplýsingum þínum eða ágreinings þar að lútandi. Okkur þætti þó vænt um að reynt yrði að leysa hugsanlegan ágreining í sátt áður en til kvörtunar kæmi. Kvörtun má senda skriflega á:

Persónuvernd
Rauðarárstígur 10
105 Reykjavík
Ísland

Síðast yfirfarið og uppfært 3. febrúar 2020