Bendill býður uppá áhugasviðskönnun og upplýsingar um nám og störf. Bendill kemur að góðum notum þegar velja þarf nám eða framtíðar starf.

Bendill IV fyrir fullorðna

Okkur er mikil ánægja að tilkynna um opnun Bendils IV - áhugakönnun þróuð með þarfir fullorðinna á vinnumarkaði í huga. Bendill IV metur sex breið áhugasvið Hollands HVLFAS auk 35 undirsviða, hann er staðlaður á úrtaki hátt í 1000 vinnandi einstaklinga. Á námskeiðunum sem haldin verða í haust verður Bendill IV gerð hans og notkunarmöguleikar kynntir ásamt Bendli I - III sem hannaðir eru fyrir grunn - framhalds- og háskólanema. 

Þeir náms- og starfsráðgjafar sem  hafa lokið námskeiði í þróun og notkun Bendils hafa rétt til að nota Bendil IV ásamt I, II og III með ráðþegum.
Áhugakannanir

Mat á starfsáhuga

Mikilvægt er að taka mið af eigin áhugasviðum þegar ákvarðanir um nám og störf eru teknar. Bendill er samheiti fyrir þrjár kannanir sem meta starfsáhuga fólks á ólíkum aldri. Niðurstöður birtast myndrænt. Bendill ýtir undir sjálfsskilning og öflun upplýsinga um nám og störf.  Sérhönnuð upplýsingaveita hjálpar til við markvissa og skilvirka leit að námi og störfum. Bendil er aðeins hægt að nálgast með því að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa sem aðstoða við fyrirlögn, túlkun og næstu skref. 

Bendill - I metur sex almenn áhugasvið og miðast fyrst og fremst við þarfir grunnskólanema á lokaári á leið í áframhaldandi nám í framhaldsskóla eða til starfa.  

Bendill - II  metur sex almenn áhugasvið og brýtur starfsáhuga einnig niður í 28 sértækari undirsvið. Hann miðast helst við þarfir ungs fólks á aldrinum 16-25 ára bæði meðan á námi stendur og að því loknu.

Bendill - III metur sex almenn áhugasvið og einnig 27 sértæk undirsvið. Hann tekur mið af þörfum fullorðinna sem hafa hug á háskólanámi fyrst og fremst.


Bendill IV

metur sex almenn áhugasvið og einnig 35 sértæk undirsvið. Hann tekur mið af þörfum fullorðinna sem eru á vinnumarkaði.

Upplýsingar um nám og störf á Íslandi

Hér eru tenglar á allt háskólanám í boði á Íslandi, flokkað eftir sex megin áhugasviðum (HVLFAS) Hollands.

Háskólagreinar - á Íslandi

Hér eru tenglar á framhaldsskólanám sem er í boði á Íslandi, flokkað eftir sex megin áhugasviðum (HVLFAS) Hollands.

Námsbrautir framhaldsskóla


Hvaða nám og starf hentar þér? Er það á: handverkssviði? vísindasviði? listasviði? félagssviði? athafnasviði? skipulagssviði?

Bendill hjálpar þér að kanna málið og leita svara